Erlent

Erkibiskup styður múslimakonur

Mynd/AP

Erkibiskupinn af Kantaraborg hefur blandað sér í deilurnar um trúartákn, í Bretlandi, og tekur málstað múslimakvenna sem vilja bera slæður.

Rowan Williams, erkibiskup, segir að yfirvöld megi ekki upphefja sig í að þykjast hafa vald til þess að segja fólki hvaða trúartákn það megi bera.

Nýlega missti múslimakona vinnu sína sem aðstoðarkennari, vegna þess að hún vildi ekki fjarlægja blæju sína. Flugfreyju hjá British Airways var sagt upp störfum vegna þess að hún neitaði að taka niður kross sem hún bar um hálsinn.

Rowan Williams óttast að breska ríkisstjórnin fari sömu leið og Frakkar, sem á síðasta ári bönnuðu öll trúartákn í opinberum stofnunum. Biskupinn segir að þjóðfélag þar sem engin trúartákn séu sýnileg, sé pólitískt hættulegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×