Innlent

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Kristján L. Möller
Kristján L. Möller MYND/Samfylkingin

Niðurstaðan úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi birtist rétt í þessu. Staðan er þá svohljóðandi:

Kristján L. Möller hlaut 1295 atkvæði í fyrsta sæti, Einar Már Sigurðarson 781 atkvæði í 1.-2. sæti og Lára Stefánsdóttir er með 903 atkvæði í 1.-3. sæti.

Kristján sagðist aðspurður vera ánægður með þátttökuna og sagði flokkinn vera raunverulega sigurvegarann í þessu prófkjöri.

 

Auðir og ógildir voru 14 eða 0,7% atkvæða. Gild atkvæði voru 1864 eða 99,3% atkvæða. Á kjörskrá voru 2834 einstaklinga. Alls greiddu 1878 atkvæði eða 66,3%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×