Innlent

Landsbankinn metur matarverðstilkynningu

Landsbankinn fjallar um tilkynningu ríkisstjórnarinnar um matarverðslækkun í Vegvísi sínum í dag. Greiningardeild bankans telur að lækkunin styðji til skamms tíma við þá hröðu hjöðnun verðbólgunnar á næsta ári, sem spáð hafði verið.

Aukinn kaupmáttur heimilanna á næsta ári hlljóti hins vegar að leiða til þess að líkur á minnkandi einkaneyslu séu nú minni en áður og að samdráttur þjóðarútgjalda verði hægari en reiknað var með. Verðbólguþrýstingur verði því meiri, sérstaklega þegar frá líður.

Landsbankinn telur líklegast að Seðlabankinn bregðist við þessu með hægari lækkun stýrivaxta en áður var útlit fyrir. Í spá um stýrivexti sem birt var með var með hagspá Landsbankans 25. september var gert ráð fyrir að stýrivextir yrðu komnir í 8,5% í lok næsta árs. Vörugjöld af mat, innlendum og innfluttum falla niður 1. mars á næsta ári, virðisaukaskattur af mat lækkar niður í sjö prósent og tollar af innfluttri kjötvöru um allt að 40 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×