Innlent

Annar dæmdra nauðgara laus úr gæsluvarðhaldi

MYND/Pjetur

Gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru grunaðir um kynferðisbrot og setið hafa í varðhaldi undanfarið rennur út í dag. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki farið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni.

Annar þeirra hefur setið í gæsluvarðhaldi í viku en hann var kærður fyrir brot gagnvart ungri stúlku. Hann var látinn laus í dag þar sem skilyrði gæsluvarðhalds eru ekki lengur fyrir hendi.

Hinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð, sakaður um ofbeldis- og kynferðisbrot gagnvart konu. Hann verður í dag færður til afplánunar á þriggja mánaða fangelsisdómi.

Báðir mennirnir voru nýverið dæmdir til fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot, annar í 3 ár en hinn í 5 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×