Við handalögmálum lá hjá farþegum 13. nóvember 2006 16:55 Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Svo gæti farið að Iceland Express hætti millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. Við handalögmálum lá í gær þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá Kaupmannahöfn. Það tók farþega sem áttu pantað flug frá Kaupmannahöfn til Akureyrar í gær sautján klukkutíma að komast á áfangastað. Fyrst varð töf á Kastrup og síðan var ákveðið að lenda í Keflavík en ekki á Akureyri. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Upplýsingar frá flugturni bendi til annars og segir hún að upplýsingagjöf hafi verið ónóg og loforð verið svikin. Raunveruleg ástæða fyrir því að lent hafi verið í Reykjavík hafi verið sú að félagið hafi þurft að nota vélina strax í flug frá Keflavík til Lundúna og hafi legið við handalögmálum þegar ástandið var hvað verst. Bjarney segist ekki geta ímyndað sér að nokkur þessara 90 farþega muni skipta aftur við félagið. Birgir Jónsson forstjóri Iceland Express segir að ítrekuð óánægja farþega í Akureyrarfluginu kunni að verða til þess að félagið endurskoði áætlun og hætti jafnvel millilandafluginu. Eina ástæða þess að vélin lenti ekki á Akureyri sé sú að flugstjórinn hafi ekki viljað taka áhættuna vegna slæmrar veðurspár. Mun ódýrara hefði verið að lenda með farþegana á Akureyri og fljúga þaðan til Keflavíkur en gefa öllum farþegunum mat og ferja þá með rútum norður. Birgir segir furðulegt að Norðlendingar hafi ekki meira umburðarlyndi. Iceland Express hafi að sama skapi ekki efni á því ímyndarlega að lenda ítrekað í átökum við farþega.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira