Leiknir hefur ekki skorað í 526 mínútur 28. ágúst 2006 09:00 Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin. Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Sumarið hefur verið mjög furðulegt hjá 1. deildarliði Leiknis. Liðið hóf leiktíðina mjög vel og gott gengi liðsins kom mörgum skemmtilega á óvart. Það var ekki bara að liðið væri að hala inn stig heldur skoraði það fjölda marka og flest mörk allra liða í fyrri hluta 1. deildarinnar. Það eru ólíkir tímar núna því sóknarmenn liðsins virðast hafa týnt markaskónum. Liðinu hefur ekki tekist að skora í síðustu fimm leikjum sínum og það eru 526 mínútur síðan Einar Örn Einarsson skoraði síðast fyrir liðið en það var í 2-3 tapleik gegn Fram þann 21. júlí síðastliðinn. "Þetta er ekki skemmtilegt ástand," sagði Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis. "Það vantar ekki að menn skori á æfingum og fái færi í leikjum. Það virðist bara ekki vera hægt að koma blöðrunni yfir blessaða línuna. Það má samt ekki gleyma að við höfum haldið markinu hreinu í fjórum af þessum fimm leikjum og það er mjög jákvætt." Leiknir er í sjöunda sæti 1. deildarinnar eftir sextán leiki og svo gott sem búið að bjarga sér frá falli en aðeins eitt lið fellur úr deildinni í sumar. Það sem vekur einnig athygli við markaþurrðina er sú staðreynd að félagið hefir endurheimt markaskorarann Jakob Spangsberg á þessu tímabili en hann kom aftur frá Val og bjuggust margir við því að þá myndi mörkunum byrja að rigna en það er ekki og Jakob á enn eftir að skora fyrir liðið í sumar. "Þetta er örugglega ekkert auðvelt fyrir framherjana en ég óttast ekkert á meðan við höldum áfram að skapa okkur færi," sagði Garðar en hann segist ekki hafa íhugað að beita einhverjum óhefðbundnum aðferðum til að leysa markavandræðin.
Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira