Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli 21. nóvember 2006 14:14 MYND/Víkurfrétti Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.Það var Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem kvaddi sér hljóðs um störf þingsins og benti á að mikið tjón hefði orðið á mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli vegna frostskemmda. Samkvæmt hans upplýsingum væri um að ræða 20 íbúðablokkir og að tjón hefði orðið í um 200 íbúðum sem jafnvel næmi hundruðum milljóna króna. Benti hann á að ekki hefði orðið slys eða hamfarir heldur hefði verið um að ræða frost í nóvember sem væri algjörlega fyrirsjáanlegt.Sagði hann ekkert eftirlit hafa verið innan húsa, aðeins með mannaferðum á svæðinu. Utanríkisráðuneytið, sem nú bæri ábyrgð á húsunum, keypti vatn fyrir húsin en því væri ekki hleypt á blokkirnar. Spurði hann hver bæri ábyrgð á tjóninu og hver bæri tjónið.Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra steig þá í pontu og sagði skemmdir af völdum frosinna leiðslna hafa orðið í 19 af 500 mannvirkjum á svæðinu, þar af væru 13 hús mikið skemmd. Sagði hún tjónið ekki nema hundruðum milljóna heldur tugum en það væri engu að síður mikið. Hún sagði enn fremur að hiti hefði verið á húsunum en það hefðu verið kaldavatnsleiðslur sem hefðu gefið sig vegna þess að engin hreyfing hefði orðið á vatninu.Valgerður sagði enn fremur að íslenska ríkið bæri tjónið á varnarsvæðinu og sagði að sér fyndist það mjög leitt að svona hefði farið. Hún bæðist afsökunar á því.Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði mikil mannleg mistök hafa verið gerð en ekki skipti máli hver sökudólgurinn væri. Óvenjumiklar frosthörkur hefðu verið í nóvember, meiri en undanfarin ár, en ekki ætti að hengja einhvern vegna málsins.Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra flokksins, sagði hins vegar að um vítavert kæruleysi væri að ræða og krafðist þess að fram færi lögreglurannsókn á málinu. Spurði hann hvort hér væru á ferðinni tæknileg mistök.Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði enga þörf á lögreglurannsókn en benti á að því lengur sem húsin stæðu ónotuð því meiri líkur væru á slysum sem þessum. Því væri mikilvægt að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem skipuleggja á svæðið, fengi mannvirkin til umsjónar. Þannig mætti byggja upp og skapa verðmæti á svæðinu.Jón Gunnarsson kom aftur í pontu og spurði hvernig ósköpunum hefði staðið á því að ekkert eftirlit hefði verið með mannvirkjunum á vegum utanríkisráðuneytisins og sagði ráðuneytinu hafa verið bent á það að hafa þyrfti eftirlit með húsunum. Sakaði hann utanríkisráðherra um að tala tjónið niður og sagði þá sem lent hefðu í vatnstjóni vita að slíkt kostaði á bilinu 1,5 til 2 milljónir króna á íbúð. Ef um væri að ræða 200 íbúðir gætu menn reiknað tjónið.Össur Skarphéðinsson sagði ráðherra hafa með orðum sínum viðurkennt að hún bæri ábyrgðina. Sagði hann ríkissstjórnina fyrst hafa klúðrað varnarsamningnum, síðan samningnum um viðskilnað Bandaríkjahers og þar á eftir greiðslum vegna hans. Nú væru það svo skemmdirnar á mannvirkjunum. „Er hægt að komast öllu neðar," spurði Össur.Valgerður steig aftur í pontu og sagði auðvelt að vera vitur eftir á og ítrekaði að hiti hefði verið á húsunum. Þar að auki væri ekki víst að tekist hefði að koma í veg fyrir tjónið þótt eftirlit hefði verið með húsunum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira