Líknarsamtök fá 20% af sölu 15. nóvember 2006 18:52 Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs. Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Líknarsamtök, eins Samhjálp og Fjölskylduhjálpin, fá í sinn hlut 20% af sölu hljóð- og mynddiska sem seldir eru í símasölu í þeirra nafni. Fyrirækið BM ráðgjöf sem sér um sölustarfið segir að tap hafi verið á þessu starfi þrátt fyrir þessi hlutaskipti. Fólk á vegum BM ráðgjafar hefur hringt til fólks í fjáröflun fyrir ýmis líknarsamtök og boðið til sölu hljóð eða mynddiska til styrktar samtökunum. Fyrirtækið sér um þetta sölustarf meðal annars fyrir Samhjálp og Fjölskylduhjálpina en SÁÁ og Blátt áfram hafa einnig notað þjónustu fyrirtækisins. Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar segir að samtökin fái 20% af söluandvirði diskanna í sinn hlut og sama saðfestir Ásgerður Jóna Flosadóttir hjá Fjölskylduhjálpinni. Bæði segja að frumkvæðið að þessari sölu hafi komið frá BM ráðgjöf. Segir Heiðar að ef til vill megi segja að fyrirtækið fari fram á að nota nafn Samhjálpar til þess að selja sína vöru. Finnst honum 20% hlutdeild í sölunni lágt. Ásgerður Jóna er aftur á móti ánægð með samstarfið við BM ráðgjöf og segir það liðna tíð að hægt sé að sinna fjáröflun alfarið í sjálfboðastarfi. Nóg sé að halda úti rekstrinum sjálfum í sjálfboðastarfi. Svo dæmi sé tekið af söludisk sem seldur er á 3900 krónur fara 780 krónur til líknarsamtakana eða 20% Ólafur Geirsson, stjórnarfomaður BM ráðgjöf telur að fyrirtækið sé langtífrá að fá of hátt hlutfall í sinn hlut og bendir á að í reynd hafi félagið tapað á þessu sölustarfi lengst af. Hafi til dæmis fjölmargir diskar verið sendir út án þess að fólk stæði við að borga þá. Segir Ólafur að það verði einnig að taka í reikninginn alla kostnaðarliði, kaupin á diskunum, afföll, sölulaun, símkostnað, húsaleigu, póstkostnað og fleira. Þegar allt sé talið séu líknarfélögin að fá 70% af hreinum söluhagnaði til síns góða starfs.
Fréttir Innlent Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira