Innlent

Humarsúpa Sægreifans í New York Times

Humarsúpa Sægreifans
MYND/NYT
Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn.

Blaðið segir grænmetisinnhald í súpunnar bara vera sellerí, rauðan pipar og tómat, því aðrar tegundir sé erfiðara að nálgast hér á landi, og bragðið hafi einkennandi norður evrópskan prófíl. Súpan sé dálítið sæt, með smá rjóma og keim af kanil, negul múskati og kannski kóríander og humarinn í henni vel útilátinn. New York Times segir að þó ólíklegt sé, að Reykjavík verði eftirlætisáfangastaður sælkeranna, þá sé samt hægt að borða vel hérna. Meðal annarra rétta, sem blaðið nefnir, er hrefnukjötið á Sægreifanum. Það henti þeim, sem ekki eru þjakaðir um of af pólitískri rétthugsun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×