Innlent

Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð

Veitingastaðurinn Sægreifinn en hann er til húsa við Verbúð 8 á Geirsgötu.
Veitingastaðurinn Sægreifinn en hann er til húsa við Verbúð 8 á Geirsgötu. MYND/Anton
Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað.

Í greininni er súpunni og verðinu hrósað mikið og mælt með því að allir ferðalangar á leið sinni til Íslands geri það að sínu fyrsta verki að fara á Sægreifann og fá sér humarsúpu.

Blaðamaðurinn talaði einnig um hrefnukjötið og sagði að ekki væri hægt að finna bragðmun á því og nautalundum, svo gott væri það. Hákarlinn hafði hins vegar ekki sömu áhrif og humarsúpan eða hrefnukjötið.

Kjartan Halldórsson, eigandi Sægreifans, sagði aðspurður þetta vera mikið hrós og staðfestingu á því sem hann hefur alltaf talið, að þetta væri besti sjávarréttastaður í bænum. Greinin kom til vegna tilviljunar einnar saman og heilluðust þeir svo að ákveðið var að birta grein um humarsúpuna góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×