Jóhannes í Bónus yfirheyrður vegna skattamála 13. nóvember 2006 18:25 Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann." Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Jóhannes í Bónus var í dag yfirheyrður hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Ríkislögreglustjóri og efnahagsbrotadeildin hafa orðið sér til ævarandi skammar, segir Jóhannes Jónsson. Þessi angi Baugsmálsins er þannig vaxinn að þegar rannsókn skattrannsóknarstjóra lauk árið tvöþúsund og fjögur gerði hann tvennt. Annars vegar kærði hann fjóra einstaklinga til ríkislögreglustjóra vegna meintra skattalagabrota í tengslum við Gaum og Baug. Jóhannes Jónsson var ekki þeirra á meðal en hann var og er stjórnarformaður Gaums. Hins vegar fór málið til ríkisskattstjóra sem ákvað nýja álagningu sem Gaumur greiddi - með fyrirvara um niðurstöðu yfirskattanefndar en þangað skaut Gaumur málinu fyrir einu og hálfu ári. Þar er það enn - óafgreitt. Rannsóknin hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er enn í gangi og yfirheyrslan í dag var sú fyrsta sem Jóhannes hefur verið kallaður í vegna þessa máls. Jóhannes gagnrýnir þá sem bera ábyrgð á rannsókninni harkalega. "Það sem mig svíður mest er að það var búið að sýkna mig af öllum ákærum í þessu máli en síðan kemur þetta skattamál upp núna hjá sama fólki, Haraldi Jóhannessen og undirmönnum hans, Jóni H. B. Snorrasyni, og varð sér til ævarandi skammar í Baugsmálinu þar sem öllu var hent út af borðinu eftir að málið hafði verið rannsakað í þrjú til fjögur ár. Þetta er niðurlæging sem ég þoli ekki." Jóhannes er ósáttur við að efnahagsbrotadeildin bíði ekki úrskurðar yfirskattanefndar. En hverju svarar Jóhannes því að þessir menn séu einfaldlega að vinna sína vinnu í eðlilegum farvegi slíkra mála? "Þeir vinna hana á tánum og rassgatinu eins og maður sagði á prentaramáli hér einhvern tímann."
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira