Innlent

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna á Flokksráðsfundi nú í haust.
Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna á Flokksráðsfundi nú í haust. MYND/Anton

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Vegna veðurofsans sem gekk yfir landið um helgina var fundinum hins vegar frestað og verður hann að öllum líkindum haldinn um næstu helgi - ef veður leyfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×