Innlent

Gunnar Svavarsson sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Gunnar sigraði í prófkjörinu í kvöld.
Gunnar sigraði í prófkjörinu í kvöld. MYND/Samfylkingin

Nú rétt í þessu bárust lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi.

Fór atkvæðagreiðslan á þann veg að Gunnar Svavarsson hlaut 1376 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2268 atkvæði í 1.-2. sæti, Þórunn Sveinbjarnardóttir 2353 atkvæði í 1.-3. sæti, Árni Páll Árnason 1950 atkvæði í 1.-4. sæti, Guðmundur Steingrímsson 2.028 atkvæði í 1.-5. sæti, Tryggvi Harðarson 1586 í 1.-6. sæti, Sonja B. Jónsdóttir 2047 atkvæði í 1-7. sæti og Jakob Frímann Magnússon hlaut 2065 atkvæði í 1.-8. sæti.

Spenna var mikil í prófkjörinu og voru meira að segja birtar vitlausar tölur klukkan tíu í kvöld. Var þá Gunnar Svavarsson sagður efstur en Þórunn Sveinbjarnardóttir í þriðja sæti. Stuttu seinna voru tölurnar leiðréttar og kom þá í ljós að Gunnar og Þórunn höfðu haft sætaskipti. Þegar aðeins átti eftir að telja utankjörstöðvaratkvæði, sem voru um 400 talsins, munaði aðeins 19 atkvæðum á Gunnari og Þórunni í fyrsta sætið.

Alls greiddu um 4.700 manns atkvæði sitt í prófkjörinu og er það töluverð aukning frá fyrri prófkjörum flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×