Erlent

Viðvarandi rafmagnsleysi í Írak vegna árása

Írösku herliði hefur ekki tekist að tryggja öryggi iðnaðarmanna til þess að þeir geti tryggt raforku til íbúa Bagdad-borgar.
Írösku herliði hefur ekki tekist að tryggja öryggi iðnaðarmanna til þess að þeir geti tryggt raforku til íbúa Bagdad-borgar. MYND/AP

Leyniskyttur og morðhótanir gera það að verkum að rafvirkjar í Írak fást ekki lengur til að gera við rafmagnslínur í höfuðborginni. Ekki hefur tekist að gera við aðveitulínur til höfuðborgarinnar vegna ofbeldismanna sem hóta iðnaðarmönnum. Íbúar Bagdad fá því stundum ekki rafmagn nema í tvo tíma á dag.

Rafmagnslínurnar til borgarinnar voru sprengdar einmitt þegar yfirhershöfðingi Bandaríkjahers í Írak og sendiherra Bandaríkjamanna í landinu sátu á sameiginlegum blaðamannafundi í síðustu viku og ræddu ótryggt ástand í landinu. Mennirnir sátu í myrkvuðu herbergi ásamt blaðamönnum þar til vararafstöð var komið í gagnið.

Bandarísk skýrsla segir að Írakar utan höfuðborgarinnar fái meira rafmagn en í stjórnartíð Saddams Husseins, allt að 11,6 klukkustunda rafmagn. Íbúar höfuðborgarinnar treysta hins vegar meira og meira á heimarafstöðvar sem knúnar eru eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×