Erlent

Ekstrablaðið heldur áfram að sverta íslensk fyrirtæki

Geir Haarde forsætisráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra gefa lítið fyrir skrif danska Ekstrablaðsins um íslenska kaupsýslumenn. Árni segir ekkert hafa komið fram sem snerti íslenska skattalöggjöf, frekar ætti að gagnrýna skattareglur í Lúxemborg. Ekstrablaðið skrifar í dag um danskan lögfræðing í stjórn íslenskra fyrirtækja og bendlar hann við peningaþvætti.

Þrátt fyrir að Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, hafi tjáð sig í íslenskum í fjölmiðlum í gær, segist hann ekki ætla að svara Ekstrabladet. Í samtali við Sighvat Jónsson fréttamann, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, sagðist hann ekki vilja svara blaði sem færi rangt með staðreyndir.

Ný söguhetja er kynnt til sögunnar í blaðinu í morgun, lögfræðingurinn Claus Abildstrøm, meðeigandi Jeffs. Claus er sagður vera í stjórn fyrirtækja í eigu íslenskra útrásarmanna. Blaðið tengir hann við umræðu um peningaþvætti. Enn sem komið hefur ekki verið sýnt fram á tengsl milli Íslendinga og peningaþvættis.

Alhæfing Jan Jensens, ritstjóra blaðsins, um að allir Íslendingar ætluðu að sölsa undir sig heiminn, sem hann afsakaði í fréttum NFS í gærkvöldi fær eftirmála. Nyhedsavisen greinir frá því á vef sínum í dag að íslenski sagnfræðingurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson, hafi kært Ekstrabladet til lögreglu vegna brota á dönskum lögum um kynþáttafordóma.

Geir Haarde, forsætisráðherra, er staddur í Kaupmannahöfn vegna þings Norðurlandaráðs.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, var í gær gagnrýndur af ritstjóra Ekstrablaðsins, fyrir að hafa varið íslenskt viðskiptalíf áður en fyrsta grein blaðsins var birt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×