Erlent

Danskar konur gagnrýnni á Íraksstríðið en karlar

Danskar konur eru mun gagnrýnni á veru dansks herliðs í Írak en karlar samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarstofnin Catinét hefur gert fyrir Ritzau-fréttastofuna. Tæplega 57 prósent danskra kvenna telur að aldrei hefði átt að senda hermenn til Írak en 27 prósent eru á öndverðri skoðun.

Hins vegar skiptast karlar nánast í jafnstóra hópa þegar þeir taka afstöðu til sömu spurningar. Þá telja aðeins tæp 17 prósent kvenna að danskir hermenn eigi að vera í Írak þar til öryggi hefur verið tryggt í landinu en tvöfalt fleiri konur eru á því að kalla beri herinn heim nú. Þriðjungur karla telur hins vegar að Danir eigi að standa sína pligt til enda en fjórðungur vill kalla herinn heim hið snarasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×