Erlent

Stórreykingamenn líklegri til að skilja

MYND/Reuters

Stórreykingamenn eru líklegri til að eiga að baki misheppnað hjónaband en þeir sem ekki reykja, samkvæmt niðurstöðum danskrar könnunar á reykvenjum þjóðarinnar. 30% af þeim Dönum sem reykja 15 sígarettur eða meira eru fráskildir en aðeins 13,6% þeirra eru giftir.

Mette Kjøller, yfirmaður rannsóknarinnar, segir erfitt að útskýra ástæðurnar fyrir þessu en bendir á að gift fólk sé yfirleitt heilbrigðara og ástundi heilbrigðara líferni.

Í rannsókninni eru einnig bornar saman tölur frá 1987 við tölur frá því í fyrra til að skoða þróunina. Þá kemur í ljós að hlutfall reykingamanna í Danmörku hefur lækkað úr 44,1% árið 1987 í 29,6% í fyrra. Stórreykingamönnum virðist þó ekki fara fækkandi. Árið 1987 reyktu 19,8% dönsku þjóðarinnar 15 sígarettur eða fleiri á dag en í fyrra stóð það hlutfall í 16,6 prósentum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×