Erlent

Vill hækka skatt á áfengi til að berjast gegn unglingadrykkju

Litríkir, sykraðir og áfengir. Alkóhólgos á borð við Bacardi Breezer er þyrnir í augum breska heilbrigðisráðherrans.
Litríkir, sykraðir og áfengir. Alkóhólgos á borð við Bacardi Breezer er þyrnir í augum breska heilbrigðisráðherrans. MYND/Heiða Helgadóttir

Patricia Hewitt, heilbrigðisráðherra Bretlands vill hækka skatt á áfengi sem selt er í Bretlandi, sér í lagi á áfengum gosdrykkjum, til að draga úr unglingadrykkju. Hann segist ætla að biðja Gordon Brown, fjármálaráðherra um að setja skattahækkunina inn í næsta fjárlagafrumvarp.

Hewitt bendir á að allt að 70% af innlögnum á breskar bráðadeildir á álagstímum tengist áfengi á einhvern hátt. Nýleg bresk rannsókn sýnir að allt að fjórðungur af breskum ungmennum á aldrinum 15-16 ára hafi fari á fyllirí þrisvar sinnum eða oftar í mánuði. Hinum megin við Ermarsundið, í Frakklandi, er sama hlutfall aðeins 9% og vilja margir tengja það því að fyrstu kynni unglinga af áfengi séu í ranni heimilisins, þar sem margir þeirra fái vatnsblandað vín með matnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×