Erlent

Mary krónprinsessa Danmerkur með barni

Mary krónprinsessa Danmerkur og Frederik prins eiga von á öðrum erfingja, samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Áætlað er að Mary fæði barnið í byrjun maí á næsta ári.

Mary, sem er af áströlskum ættum, er 34 ára og giftist Frederik, sem er 38 ára, þann 14. maí 2004. Fyrsta barn þeirra, Christian prins, fæddist 15. október í fyrra.

Nýja barnið verður númer þrjú í erfðaröðinni á eftir bróðurnum Christian og föður sínum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×