Erlent

Arabar útlægir frá Níger

Stjórnvöld í Níger hafa rekið fjölda araba frá landinu, mest hirða með hjarðir sínar. Þeim hefur verið fylgt að landamærunum við Tsjad og þeir sendir yfir landamærin. Embættismaður við landamærin sagði að þarna væri verið að framkvæma umdeilda ákvörðun um að reka um 150 þúsund Mahamid araba frá landinu.

Stjórnvöld skipuðu aröbum að fara aftur til Tsjad eftir að hafa sakað þá um glæpi, þeirra á meðal þjófnað og nauðganir. Einn embættismaður sagði hins vegar að einungis þeir sem ekki hefðu löglega pappíra yrðu reknir frá landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×