Innlent

Bíll valt í Hvalfjarðargöngum

Lögreglan fékk tilkynningu um bílveltu í Hvalfjarðargöngunum klukkan tíu mínútur yfir fimm. Ökumaður mun hafa misst stjórn á fólksbíl sínum og bíllinn farið nokkrar veltur og staðnæmst á hliðinni.

Ekki munu vera nein teljandi meiðsl á fólki, að sögn lögreglu. Slysið varð í sunnanverðum Hvalfjarðargöngunum. Umferð hefur verið stöðvuð meðan bílnum er komið á hjólin og út af þjóðveginum. Sjúkrabíll mun hafa komist að slysstað að vestanverðu en eins og fyrr segir urðu engin teljandi meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×