Hálslón verður orðið fullt haustið 2007 21. september 2006 12:15 Mynd/Vilhelm Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor. Fréttir Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Byrjað verður að safna vatni í Hálslón í næstu viku. Ráðgert er að lónið verði orðið fullt haustið 2007 en þá eru um fimm ár frá því að vinna hófst við Kárahnjúkavirkjun. Fyrsta steypuvinnan við Kárahnjúkavirkjun hófst 5. september árið 2002 þegar starfsmenn Malarvinnslunnar hf. á Egilsstöðum steyptu millistöpul undir nýja brú á Jökulsá á Dal. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar, en frágangur við Kárahnjúkastíflu verður að mestu lokið um áramótin og Sauðárstífla og Desjárstífla verða fullkláraðar nú á haustmánuðum. Engu að síður verður hægt að byrja að fylla Hálslón í næstu viku. Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að rennslið í Jökulsá á Dal hafi verið of mikið þessa vikuna en rennslið þurfi að vera í ákveðnu lágmarki svo hægt sé að loka fyrir það, því stefnt er að því að fylla lónið eins hægt og kostur er. Hálslón verður í heild sinni um 57 ferkílómetrar að stærð. Lónið verður langt og mjótt að lögun eða um 25 kílómetra langt og að meðaltali rúmlega tveggja kílómetra breitt. Yfirborð lónsins mun hækka hlutfallslega hvað mest nú í haust vegna þess hversu flatarmál lónsins er lítið næst stíflunni en þar er mesta dýpi lónsins, um 170 metrar. Lítið vatn mun renna í lónið yfir háveturinn en rennslið mun svo aukast aftur um leið og snjó leysir í vor. Framkvæmdum við Kárahnjúkastíflu lýkur að fullu í vor en þá verður lagður vegur yfir stífluna fyrir almenning. Þá er er nú þegar kominn vegur austanmegin við stífluna meðfram lónbotninum sem opinn almenningi. Ráðgert er að afhending orku úr Kárahnjúkavirkjun hefjist næsta vor.
Fréttir Innlent Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira