Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi 20. september 2006 21:09 Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að ákæruvaldið verði þrískipt, það er að viðbætist yfirsaksóknari sem gæfi út ákærur í ákveðnum. Einnig er í drögunum hugtakið nauðgun víkkað út. Í hegningarlögum í dag er kveðið á um nauðgun annars vegar og hins vegar misneytingu eins og sjá má hér, en ef frumvarpið verður að lögum verður ekki gerður greinarmunur þarna á. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur efasemdir um þetta. Hann telur ekki rétt að skilgreina það að gerandi nýti sér ástand fórnarlambsins og komi fram vilja sínum sem ofbeldi. Samkvæmt drögunum verður ekki lengur refsivert að hafa framfæri sitt af vændi, en refsivert verður að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberri auglýsingu. Þá stendur til að setja nálgunarbann undir sérlög, en ekki er verið að gera sérstakar breytingar á gildandi lögum að því að séð verður. Ýmsir hafa bent á að þungt geti verið í vöfum að fá nálgunarbann og vill til dæmis framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fara svokallaða austurrísku leið hvað varðar heimilisofbeldi, það er að lögreglu verði heimilt að fjarlægja ofbeldismann af heimili um hríð á meðan svigrúm gefst til að fá sett nálgunarbann á viðkomandi. Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi. Dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun drög að frumvarpi til laga um meðferð sakamála. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að ákæruvaldið verði þrískipt, það er að viðbætist yfirsaksóknari sem gæfi út ákærur í ákveðnum. Einnig er í drögunum hugtakið nauðgun víkkað út. Í hegningarlögum í dag er kveðið á um nauðgun annars vegar og hins vegar misneytingu eins og sjá má hér, en ef frumvarpið verður að lögum verður ekki gerður greinarmunur þarna á. Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur efasemdir um þetta. Hann telur ekki rétt að skilgreina það að gerandi nýti sér ástand fórnarlambsins og komi fram vilja sínum sem ofbeldi. Samkvæmt drögunum verður ekki lengur refsivert að hafa framfæri sitt af vændi, en refsivert verður að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberri auglýsingu. Þá stendur til að setja nálgunarbann undir sérlög, en ekki er verið að gera sérstakar breytingar á gildandi lögum að því að séð verður. Ýmsir hafa bent á að þungt geti verið í vöfum að fá nálgunarbann og vill til dæmis framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fara svokallaða austurrísku leið hvað varðar heimilisofbeldi, það er að lögreglu verði heimilt að fjarlægja ofbeldismann af heimili um hríð á meðan svigrúm gefst til að fá sett nálgunarbann á viðkomandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira