Innlent

Taka höndum saman til stuðnings Magna

MYND/Hrönn
Keppinautarnir Síminn og Og Vodafone hafa tekið höndum saman og hvetja stuðningsmenn Magna Ásgeirssonar að taka þátt í SMS-kosningunni vegna undanúrslitaþáttar RockStar Supernova aðfaranótt miðvikudagsins.

Eru Íslendinga hvattir til að dreifa álaginu en kosningin stendur á milli klukkan tíu mínútur í tvö til sex. Þeim sem ætla að taka þátt í kosningunni er bent á að senda SMS í númerið 1918 með textanum "Rock 2" til þess að tryggja að öll atkvæði Magna komist til skila.

Síminn og Og Vodafone hafa bæði lækkað verðið á SMS-skeyti til þess að styðja Magna og kostar það nú 19 krónur í stað 99 króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×