Ekkert að marka íslensku fjárlögin? 4. ágúst 2006 18:37 Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé lengur að marka íslensku fjárlögin því stofnanir ríkisins séu hættar að virða þau. Þetta segir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Flokkurinn hefur óskað eftir fundi í nefndinni vegna gagnrýni ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2005 þar sem fram kemur að enn eitt árið er eyðsla ráðuneyta og stofnana ríkisins umfram fjárlög. Fjórðungur fjárlagaliða ráðstöfuðu meiri fjármunum en þeir höfðu heimild til og einn fimmti allra fjárlagaliða fór meira en fjögur prósent fram úr fjárlögum, en þá þarf að grípa til sérstakra aðgerða. Ríkisendurskoðun segir þetta bera vott um meira agaleysi í fjárstjórnun ríkisins en tíðkist í löndum sem Ísland er gjarnan borið saman við. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun setur út á í skýrslunni er að ekki skuli hafa verið gripið til raunhæfra aðgerða til að draga úr kostnaði við íslensku sendiráðin, og ljóst sé að jafnvel þurfi að loka einstökum sendiráðum ef halda á rekstri þeirra áfram. Helgi Hjörvar, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, segir skýrsluna enn eina falleinkunnina sem ríkisstjórnin fær frá Ríkisendurskoðun. Það virðist einfaldlega orðið þannig að ekkert sé að marka fjárlögin. Að sögn Helga virðist stofnanir ríkisins hættar að virða þau og ýmist sleppi því að nýta heimildir eða, eins og á síðasta ári, fari níu milljarða yfir heimildir. Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði í fréttum NFS í gær að verið sé að vinna að betrumbót á þessum málum, en þegar menn séu búnir að venja sig á eitthvað þá sé erfitt að venja menn af því. Helgi gefur lítið fyrir þau svör og segir þau lýsa agaleysi og hirðuleysi um stórt vandamál. „Það virðist einfaldlega mjög lítið hafa verið gert í fjármálaráðuneytinu til þess að taka á þessu," segir Helgi. Helgi hefur óskað eftir fundi í fjárlaganefnd vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar og gerir hann ráð fyrir að hann verði haldinn í lok næstu viku.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira