TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð við umferðareftirlit alla verslunarmannahelgina. Um samstarfsverkefni milli lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar er að ræða, en lögreglumenn verða með þyrluáhöfn um borð. Þyrlunni verður flogið víða um land meðal annars yfir útihátíðarsvæði.
TF-LÍF notuð við umferðareftirlit um helgina
