Árni Johnsen vill ekkert gefa upp um framboð 3. ágúst 2006 20:04 Vestmannaeyjar MYND/Vísir Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður. Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Árni Johnsen segir ótímabært að gefa upp hvort hann hyggist bjóða sig fram ef prófkjör verður hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Stuðningsmenn hans hafa hafið undirskriftasöfnun til að skora á Árna að bjóða sig fram. Árni Johnsen var fyrst kjörinn á þing árið 1983 og var hann þingmaður Sunnlendinga. Hann sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf. Árni hefur sagt að hann útiloki ekki að bjóða sig aftur fram til þings. Stuðningsmenn Árna í Vestmannaeyjum hafa hafið söfnun undirskrifta til að hvetja hann til að bjóða sig fram í prófkjöri fyrir Alþingiskosningarnar vorið 2007. Ekkert hefur hins vegar verið ákveðið hvort að prófkjör verði í kjördæminu en það hefur ekki verið fyrir tvennar síðustu kosningar. Verði hins vegar prófkjör verður það líklega í haust eða í kringum áramótin. Einhverjar vangaveltur hafa einnig verið um hvort Árni geti í raun boðið sig aftur fram vegna dómsins sem hann hlaut. Í lögum er kveðið á um að þeir sem bjóði sig fram þurfi að hafa óflekkað mannorð. Í lögum um kosningar til Alþingis segir að ,,enginn telst hafa óflekkað mannorð sem er sekur eftir dómi um verk sem er svívirðilegt að almenningsáliti nema hann hafi fengið uppreist æru sinnar". Ekki hefur náðst í neinn hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu til að fá úr því skorðið hvaða áhrif þessi lagaákvæði hafa á hugsanlegt framboð Árna. Stuðningsmenn Árna hafa dreift listum víða um Vestmannaeyjar og eru undirtektir þar almennt góðar að sögn stuðningsmanna. Þorkell Húnbogason, einn af stuðningsmönnum Árna og upphafsmönnum undirskriftasöfnunarinnar, segir Árna þann þingmann sem mest hafi gert fyrir Vestmannaeyjinga og bæjarbúar vilji sjá hann aftur sem þingmann þeirra. Sjálfur segir Árni það ótímabært að gefa nokkuð upp um það hvort hann hyggist bjóða sig fram ef af prókjöri verður.
Fréttir Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira