Verslunarmannahelgin að bresta á 3. ágúst 2006 17:49 Af þjóðhátíð í Vestmannaeyjum MYND/Ómar Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna. Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hátíðahaldarar bjóða upp á skemmtanir af ýmsum meiði um helgina, fyrir unnendur flugs og harmonikku, íþrótta og útivistar og ekki síst tónlistar. Allt er þetta að bresta á og erill verslunarmannahelgarinnar er einnig að hefjast hjá lögregluembættum landsins. Margt er um að vera um verslunarmannahelgina og úr vöndu að ráða þegar kemur að því að velja áfangastaðinn. Allir ættu þó að finna eitthvað við sitt hæfi, líka þeir sem vilja eyða verslunarmannahelginni í Höfuðborginni, en Innipúkahátíðin verður á Nasa við Austurvöll. Kjötsúpuferð verður farin frá Ísafirði til Heysteyrar, Síldarævintýrið verður endurvakið á Siglufirði og Ein með öllu í boði á Akureyri. Orðrómurinn segir að Sigurrós muni halda tónleika í Ásbyrgi á föstudagskvöldið, og Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að Laugum í Þingeyjarsveit. Hátíðin Álfaborgarséns verður haldin á Borgarfirði eystra og Neistaflug verður í Neskaupstað. Þjóðhátíð í Eyjum er orðin meira en hundrað ára og verður haldin sem fyrr um verslunarmannahelgina. Tvær harmonikkuhátíðir eru í boði í ár, önnur í Svartaskógi við Egilsstaði og hin í Árnesi. Auk þess verður flughátíð í Múlakoti og kirkjuleg hátíð Hvítasunnukirkjunnar í Kirkjulækjarkoti. Flestar hátíðirnar sækjast helst eftir fjölskyldufólki og hleypa þess vegna ekki unglingum inn á svæðin án fylgdar fullorðinna. Sérstaklega er þó hægt að benda fjölskyldufólki á að fara í Galtalæk, á Úlfljótsvatn eða Vatnaskóg. Umferð er strax tekin að þyngjast eitthvað um allt land en gengur vel að sögn lögreglumanna á Selfossi, Hvolsvelli og Akureyri. Mikill straumur fólks liggur til Vestmannaeyja en í kvöld er svokallað húkkaraball. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tekið eitthvað af fíkniefnum af flugfarþegum og í Herjólfi og aukinn viðbúnaður verður alla helgina. Fíkniefnamenn eru á vakt og aukavakt lögregluþjóna. Lögregluembætti landsins eru öll með aukinn viðbúnað og eftirlit til að stuðla að því að hátíðahöld um verslunarmannahelgina fari vel fram. Ýmis félagasamtök eru einnig með aukna starfsemi um helgina, þar má nefna Stígamót, karladeild Femínistafélags Íslands sem segir nei við nauðgunum og læknanema sem dreifa smokkum á ýmsum brottfararstöðum landsmanna.
Fréttir Innlent Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira