Mikið um að vera víða um land 2. ágúst 2006 21:15 Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira