Mikið um að vera víða um land 2. ágúst 2006 21:15 Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn. Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Útihátíð, innihátíð, fjölskylduhátíð og þjóðhátíð; hátíðaglaðir landsmenn hafa ýmsa kosti um komandi Verslunarmannahelgi. Á laugardaginn verður hin árlega kjötsúpuferð til Hesteyrar en silgt verður frá Ísafirði á Hesteyri og verður þar mikil skemmtun og kjötsúpa snædd. Kjötsúpuferðin hefur nú verið farin síðustu sjö ár um Verslunarmannahelgina. Á Siglufirði verður Síldarævintýri haldið í sextánda sinn.Síldarminjasafnið verður opið mest alla helgina og slegið verður upp balli á Ráðhústorginu. Akureyringar bjóða til hátíðarinnar Ein með öllu og virðist sem að nokkur straumur fólks liggi þangað. Veðrið viðrist líka ætla að verða hvað einna best þar um helgina. Á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit verður ungmennalandsmót UMFÍ. -Og búast mótshaldarar þar við um tíu þúsund manns. Hljómsveitin Sigur Rós hefur verið á tónleikaferðalagi um landið en samkvæmt heimildum NFS munu þeir spila í Ásbyrgi um Verslunarmannahelgina. Á Borgarfirði eystri verður útihátíðin Álfaborgarséns. Í Svartaskógi við Egilstaði verður slegið upp harmonikuhátíð og á Neskaupstaður verður Neistaflug. Í Vestmannaeyjum verður haldin Þjóðhátíð. Mótshaldarar þar segja búast við stærri hátíð en í fyrra og telja að um tíu þúsund manns muni koma á hátíðina ef veðrið setur ekki sinn strik í reikninginn. Uppselt er í flest flug og í flestar ferðir Herjólfs. Í Galtalæk verður fjölskylduhátíð og einnig verða haldnir Sæludagar í Vatnaskógi. Fyrir þá sem ætla að vera í höfuðborginni um helgina er um að gera að skella sér á Innipúkann á NASA þar sem fjöldi hljómsveita mun koma fram. Fyrir þá sem enn eru að gera upp við sig hvert eigi að fara þá má hafa í huga að að læg er á leið til landsins og því má búast við talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi á föstudeginum og laugardeginum. Fyrir Norðan og austan verður einhver væta aðfaranótt laugardags og á laugardeginum en að mestu þurrt. Og svo er um að gera að búa sig vel því þó það verði hlýtt framan af helgi á að kólna á sunnudaginn.
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira