Steranotkun unglinga mest í þremur greinum íþrótta 2. ágúst 2006 03:30 Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt. Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Rétt tæp átján prósent nemenda í framhaldsskólum landsins, sem lagt hafa stund á vaxtarrækt, höfðu aðspurðir notað örvandi efnið efedrín í tengslum við iðkunina einhvern tíma á síðustu tólf mánuðum. Þá höfðu þrettán prósent nemenda sem iðka vaxtarrækt notað anabólíska stera í tengslum við íþróttina einhvern tíma á sama tímabili. Bæði þessi efni eru ólögleg hér á landi. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem Rannsóknir og greining vann fyrir Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2004. Þátttakendur voru þeir nemendur allra framhaldsskóla á Íslandi sem mættir voru í kennslustundir á þeim tíma sem kannanirnar voru lagðar fyrir. Gild svör fengust frá 11.031 nemanda og var svarhlutfall því 80,9 prósent. 75 prósent þeirra sem svöruðu stunduðu íþróttir eða líkamsrækt vikulega eða oftar, eða samtals 8.273 manns. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar lágu fyrir á vordögum 2005, en þær hafa ekki litið dagsins ljós fyrr en nú. „Það er athyglisvert að af heildinni sem er að nota stera er heldur hærra hlutfall einstaklinga sem stunda engar íþróttir," segir Pálmar Hreinsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá ÍSÍ. Hann bætir við að hlutfall steranotenda lækki enn ef athuguð sé staða mála iðkenda hjá skipulögðum íþróttafélögum innan ÍSÍ miðað við aðra. Misnotkunin tengist því ekki öðrum þáttum en íþróttaiðkun. Af niðurstöðum rannsóknarinnar má ráða að notkun framhaldsskólanema á efedríni og anabólískum sterum tengist einkum þremur íþróttagreinum, það er vaxtarrækt, frjálsum íþróttum og bardagaíþróttum. Brögð eru þó einnig að því að neysla þessara ólöglegu efna tíðkist í mun fleiri íþróttagreinum, eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti. Athyglisverð eru svör þeirra nemenda sem nota efnin við spurningunni um hvernig þeir hafi fengið þau. Þrjátíu prósent segjast hafa fengið sterana hjá vini eða kunningja. 47 prósent segjast hafa fengið efedrínið hjá vinum. 21 prósent segist hafa fengið stera hjá fólki á líkamsræktarstöðvum og sextán prósent efedrín. Þá kveðast 22 prósent svarenda hafa fengið stera hjá fólki tengdu íþróttafélagi og þrettán prósent hafa fengið efedrín á sama hátt.
Fréttir Innlent Íþróttir Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira