Lífið

Magni áfram

Magni komst áfram í Rock Star Supenova og var aldrei í hættu á að detta út
Magni komst áfram í Rock Star Supenova og var aldrei í hættu á að detta út
Magni Ásgeirsson komst áfram í kvöld í Rock Star: Supernova sem sýndur er á SkjáEinum. Magni var aldrei í hættu á að detta út á meðan atkvæðagreiðslu stóð síðastliðna nótt.

Í gærkvöldi söng Magni lagið Heroes með David Bowie en þrátt fyrir að hafa fengið mismunandi dóma hjá dómnefndinni er greinilegt að hann á sína aðdáendur sem kjósa hann áfram.

Magni heldur úti bloggi á meðan dvöl hans stendur í Ameríku, en lesa má um ævintýri hans á bloggsíðu hans https://rockstar2006magni.spaces.msn.com/



Það var hins vegar Phil Ritchie sem þurfti að yfirgefa keppnina þessa vikuna.

Hægt er að skoða frammistöðu keppenda og kjósa á vefsvæði þáttanna: www.rockstar.msn.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×