Lífið

Magni áfram í Rock Star Supernova

Magni Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, er kominn í 15 manna úrslit í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skjáeinum sem sýnir þættina.

Sigurvegarinn í þáttunum verður aðalsöngvari hinnar nýstofnuðu hljómsveitar Supernova með þungarokkurunum Tommy Lee úr Motley Crüe, bassaleikaranum Jason Newstead úr Metallica og gítarleikaranum Gilby Clarke úr Guns N'Roses.

Munu Íslendingar nú í fyrsta skipti geta haft áhrif á gang mála með því að taka þátt í kosningunni með SMS eða MSN en þættirnir hefjast 6. júlí.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×