Segir föður sinn hafa verið við stýri bátsins 8. maí 2006 19:12 Mynd/Valli Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Ellefu ára sonur Jónasar Garðarssonar, vitnaði í héraðsdómi í dag að faðir sinn hafi verið við stýrið skömmu eftir að bátur þeirra steytti á Skarfaskeri. Það sama sagði Matthildur Harðardóttir, sem lést í slysinu, í samtali við Neyðarlínuna. Jónas heldur því fram að Matthildur hafi verið við stýrið þegar skemmtibáturinn fórst en ákæruvaldið telur öll gögn benda til sektar Jónasar og krefst þriggja ára óskilorðsbundins fangelsisdóms yfir honum. Það var þrungið andrúmsloft í Héraðsdómi í dag þegar meðal annars voru spilaðar upptökur af samtölum við Neyðarlínuna, kvöldið örlagaríkja 10 september í fyrra þegar bátur Jónasar fórst. Ættingjar þeirra Matthildar Harðardóttur og Friðriks Hermannssonar sem létust í sjóslysinu sátu í réttarsal og hlýddu meðal annars á rödd Matthildar sem hringdi fyrst í Neyðarlínuna og tilkynnti um slysið. Hver er að stýra? spyr neyðarlínan og Matthildur svarar: Jónas Garðarsson - Hún reynir ítrekað, að beiðni neyðarlínunnar að fá Jónas í símann. Á þeirri stund situr báturinn enn á Skarfaskeri en sjór flæðir inn. Í dómssal eru einnig spiluð upptaka af símtölum eiginkonu Jónasar, Hörpu Helgadóttur þar sem hún biður grátandi um aðstoð: "Við erum að sökkva - við erum að deyja" - segir hún ítrekað". Í skýrslutöku sagði Harpa að maðurinn sinn hafi verið við stýrið þegar báturinn steytti á skerinu en þann framburð dró hún til baka og sagðist ekki muna hver stýrði. Jónas heldur því fram að hin látna, Matthildur hafi verið við stýrið. Í héraðsdómi í dag var spiluð upptaka af vitnisburði ellefur ára sonar Jónasar og Hörpu en hann var sofandi í lúkarnum þegar báturinn steytti á skerinu. Hann skýrði yfirvegað frá atburðum og sagðist hafa raknað við og hafi Friðrik þá legið ofan á fótum sér. Hann hafi ekki andað og verið látinn. Drengurinn greindi frá því að hann hafi losað sig og farið upp. Aðspurður um hvar fólkið var sagði hann að pabbi hafi verið við stýrið - staðið hjá stýrinu. Drengurinn staðsetti einnig Matthildi og móður sína á mynd sem ekki sást í Hérðaðsdómi en að sögn saksóknara var Matthildur á bekk á bak við stýrisbekkinn og Harpa við borðið. Harpa rifbrotnaði illa og er því haldið fram að það hafi verið við höggið fram á borðið. Matthildur var óbrotin og telur ákæruvaldið það sanna að hún hafi setið þannig að stýrisbekkurinn hafi varið hana. Á baki stýrisbekksins var kertavax - það sama sem einnig fannst á ermi Matthildar. Sonur Jónasar bar að Matthildur hafi hringt á Neyðarlínuna og farið niður að huga að Friðriki manni sínum. Minni drengsins brestur eftir það - en ljóst að bátnum hvolfir. Hörpu og drengnum tekst að komast á kjölinn - Jónas hangir í bátnum hálfur í sjó. Drengurinn sagðist hafa séð Matthildi fljótandi á grúfu í sjónum. Drengurinn var spurður hvort hann vissi hver hefði stýrt bátnum á meðan hann var sofandi og sagðist hann ekki vita það. Hann sagði þó að pabbi sinn hefði alltaf stýrt bátnum þegar farið var í siglingu og hann hefði stýrt bátnum áður en drengurinn sofnaði. Saksóknari telur sannað af læknisframburði, vitnisburði drengsins og aðstæðum að Jónas hafi verið við stýrið þegar skipið steytti á skeri þrátt fyrir að hann neiti því staðfastlega. Ákæruvaldið krafðist nú rétt fyrir fréttir þriggja ára fangelsisdóms yfir Jónasi og aðstandendur hinna látnu krefjast 20 milljóna í bætur. Málflutningur verjanda Jónasar hófst fyrir hálfri klukkustund og stendur að líkindum enn.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira