Jónas við stýrið, segir sonur hans 8. maí 2006 17:00 Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hljóðupptökur með frásögn ellefu ára gamals sonar Jónasar Garðarssonar, formanns Sjómannasambands Reykjavíkur, voru spilaðar fyrir Héraðsdómi um klukkan þrjú í dag. Drengurinn segist hafa verið sofandi þegar báturinn strandaði á Skarfaskeri en greindi frá því að faðir hans hefði verið við stýri þegar lagt var úr höfn og í stýrissæti þegar hann kom upp eftir að bátinn steytti á skerinu. Hann sagði einnig að hann vissi ekki til þess að annar en faðir hans hefði stýrt bátnum nokkurn tímann. Drengurinn sagðist svo hafa vaknað við óp og rétt á eftir hafi Friðrik Hermannsson, sem fórst í slysinu, fallið niður í lúkar og á fætur hans. Drengurinn sagði að Friðrik hefði þá verið látinn, hann hafi þurfti að ýta honum af sér til að komast upp í bát til hinna skipverjanna. Þar segist drengurinn hafa séð móður sína og Matthildi Harðardóttur, sem síðar drukknaði, þar sem þær sátu við borð. Faðir hans hafi aftur á móti verið við stýrið. Matthildur hafi þessu næst hlaupið niður í lúkar til að vitja Friðriks en það var í síðasta sinn sem drengurinn sá hana á lífi. Drengurinn sagðist svo lítið muna fyrr en hann og móðir hans hafi verið upp á kilinum eftir að bátinn hvolfdi. Þá hafi hann séð Matthildi fljóta látna í sjónum nálægt. Jónas Garðarsson er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Við þingfestingu neitaði hann sök en greindi frá því að Matthildur, ekki hann sjálfur, hefði verið við stýri. Harpa Helgadóttir, eiginkona Jónasar, greindi frá því við lögreglu skömmu eftir að slysið átti sér stað að Jónas hefði verið við stýri frá upphafi ferðarinnar til enda. Þeim framburði breytti hún 5. maí og bar við minnisleysi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira