Neitar að hafa verið við stjórnvölinn 5. maí 2006 18:49 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Sjá meira