Neitar að hafa verið við stjórnvölinn 5. maí 2006 18:49 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, neitar því að hafa verið við stjórnvölinn þegar skemmtibátur hans Harpa steytti á skeri á Viðeyjarsundi. Jónas, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot á siglingalögum, segir Matthildi Harðardóttur hafa stýrt bátnum, en hún lést í slysinu. Andrúmsloftið var þungt í dómsal í dag þegar vitni voru kölluð fyrir. Jónas Garðarson var fyrstur. Hann er ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibáti sínum sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september í haust, í slæmu veðri. Maður og kona létust í slysinu. Jónas er ákærður fyrir manndráp og líkamstjón af gáleysi og brot á siglingalögum. Hann á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Jónas sagðist hafa stýrt bátnum fyrri hluta ferðarinnar, þá hafi Matthildur Harðardóttir tekið við stjórn og siglt bátnum í strand. Matthildur og sambýlismaður hennar létust í slysinu. Jónas viðurkenndi að hafa neytt áfengis um kvöldið en hann hefði þó ekki fundið fyrir áhrifum þess. Jónas mældist með 1,07 prómill í blóðinu tveimur og hálfum tíma eftir slysið, það er tvöfalt magn áfengis en miðað er við í ölvunarakstri. Að öðru leyti sagðist Jónas lítið muna eftir slysinu og aðdraganda þess og útskýrði minnisleysi sitt með því að hafa orðið fyrir áfalli. Jónas sagðist ekki vita fyrir víst hvort talstöðin í bátnum hafi verið opin þó hann teldi það líklegt. Hann man ekki hvort sjókort var í bátnum eða hvort hann hafi séð til þess að farþegar færu í björgunarvesti. Eiginkona Jónasar, sem auk Jónasar og syni hans var bjargað af bátnum, kvaðst ekki muna hver var við stýrið þegar slysið varð. Hún sagði þó við yfirheyrslur hjá lögreglu stuttu eftir slysið að Jónas hefði verið við stýri. Hún skýrði breyttan framburð sinn með því að hún hefði orðið fyrir áfalli þegar slysið varð og lítið munað eftir því þegar hún gaf lögreglu skýrslu. Sérfræðivitnum sem kölluð voru til að skera úr um það hver var við stjórnvölinn, bar ekki saman. Lögreglumaðurinn sem stýrði rannsókn á slysinu telur fullvíst að Jónas hafi verið við stýrið. Það sýni þeir áverkar sem Jónas hlaut. Bæklunarlæknir, sem einnig bar vitni fyrir dómi í dag er á öðru máli. Málflutningi verður fram haldið í héraðsdómi á mánudag.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir