Vinnubrögð meirihlutans algjörlega óviðunandi 28. apríl 2006 13:46 MYND/Valgarður Gís Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála. Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vinnubrögð meirihlutans í Kópavogi í málefnum Gustssvæðisins eru algjörlega óviðunandi að mati Samfylkingarmanna í bænum. Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stjórnarmenn Gusts um að taka yfir kauptilboð þeirra á hesthúsum á svæðinu.Forsaga málsins er sú að í ágúst í fyrra hófu fjárfestar að kaupa upp hesthús á Gustssvæðinu sem svo er kallað og fyrr en varði áttu þeir um 40 prósent húsanna. Svæði Gusts í Kópavogi verður sífellt verðmætara enda á góðum stað í bænum eins og sjá má á þessu korti. Svæðið er nærri íbúðabyggð og stærstu verslunarmiðstöð landsins, Smáralind. Kaup fjármálamannanna á hesthúsunum olli hestamönnum talsverðum ótta og þótti þeim sem framtíð sinni væri ógnað þar sem ekki var gert ráð fyrir nýjum hesthúsum í Kópavogi og líklegt að nýju eigendurnir hefðu aðra fyrirætlan með lóðir svæðisins en að þar skyldi vera hesthúsabyggð. Því gengu stjórnarmenn Gusts að samningarborðinu með fjármálamönnunum og gerðu kauptilboð í húsin. Nú vilja þeir að Kópavogsbær taki yfir kauptilboðin og í gær samþykkti bæjarráð að ganga til viðræðna við þá. Samfylkingarmenn eru afar óhressir með vinnubrögð bæjarráðs og telja þau algjörlega óviðunandi. Hafsteinn Karlsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi segir að menn séu að græða hundruð milljóna á því sem hann kallar braski með fasteignir. Hann segir algerlega óeðlilegt að stjórnarmenn Gusts geti gefið bæjarfélaginu ákveðinn frest til að ganga að tilboðinu eða ekki og að svona vinnubrögð eigi ekki að líðast. Hann segir bæjarstjórann í Kópavogi algerlega vanhæfann í málinu þar sem kona hans eigi nokkur hesthús á svæðinu og hreint með ólíkindum að hann hafi haft sig frammi í málinu. Hann segir Samfylkinguna vilja leysa vanda hestamanna með því að reisa nýja hesthúsabyggð. Það sé eðlilegur framgangur svona mála.
Fréttir Hestar Innlent Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira