Innbrotum snarfækkar í Kópavogi 9. mars 2006 20:18 Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa.Skýrslan inniheldur afbrotatölfræði fyrir árið 2005 og stefnumörkun fyrir árið 2006. Árið 2004 setti lögreglan í Kópavogi sér markmið í fimm málaflokkum fyrir árið 2005 til þess að sporna gegn afbrotum.Lögreglumenn eru meðvitaðir um markmiðin og hafa lagt sig fram við að ná þeim. Árangur varð framar björtustu vonum í þremur fyrrgreindum málaflokkunum en afskiptum lögreglu vegna fíkniefnamisferlis fjölgaði þó um 4% á milli ára.Stefnt er að auknu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Kópavogi í því skyni að auka lýsingu á helstu innbrota- og eignaspjallasvæðum og áfram verður lögð áhersla á tíða greiningu upplýsinga varðandi innbrot og miðlun þeirra innan lögreglunnar og til annarra hagsmunaaðila. Einnig er markmið að hvetja íbúa til að koma á fót nágrannavörslu í einhverri mynd.Langflest þjófnaðarmál í umdæminu eiga sér stað í verslunum, eða í um 61% tilvika. Í tæplega 83% þessara tilvika er um að ræða þjófnað í verslunum verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Samstarf var tekið upp við verslunareigendur og forsvarsmenn öryggisfyrirtækja í Smáralind sérstaklega. Einnig hefur verið fræðsla í skólum og forvarna- og upplýsingabæklingum dreift meðal ungmenna og foreldra þeirra sem gerast brotleg. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Innbrotum í Kópavogsumdæmi fækkaði um 36% milli áranna 2005 og 2006, þjófnuðum fækkaði um 21% og eignaspjöllum um 28,5%, samkvæmt skýrslu sem Lögreglan í Kópavogi hefur gefið út. Smáralindin er vinsælasta skotmark búðarþjófa.Skýrslan inniheldur afbrotatölfræði fyrir árið 2005 og stefnumörkun fyrir árið 2006. Árið 2004 setti lögreglan í Kópavogi sér markmið í fimm málaflokkum fyrir árið 2005 til þess að sporna gegn afbrotum.Lögreglumenn eru meðvitaðir um markmiðin og hafa lagt sig fram við að ná þeim. Árangur varð framar björtustu vonum í þremur fyrrgreindum málaflokkunum en afskiptum lögreglu vegna fíkniefnamisferlis fjölgaði þó um 4% á milli ára.Stefnt er að auknu samstarfi við bæjaryfirvöld og íbúa í Kópavogi í því skyni að auka lýsingu á helstu innbrota- og eignaspjallasvæðum og áfram verður lögð áhersla á tíða greiningu upplýsinga varðandi innbrot og miðlun þeirra innan lögreglunnar og til annarra hagsmunaaðila. Einnig er markmið að hvetja íbúa til að koma á fót nágrannavörslu í einhverri mynd.Langflest þjófnaðarmál í umdæminu eiga sér stað í verslunum, eða í um 61% tilvika. Í tæplega 83% þessara tilvika er um að ræða þjófnað í verslunum verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar. Samstarf var tekið upp við verslunareigendur og forsvarsmenn öryggisfyrirtækja í Smáralind sérstaklega. Einnig hefur verið fræðsla í skólum og forvarna- og upplýsingabæklingum dreift meðal ungmenna og foreldra þeirra sem gerast brotleg.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira