Innlent

Á­kærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum

Frá slysstað
Frá slysstað MYND/Vísir

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári.

Báturinn er sagður hafa verið á vaxandi hraða og Jónas hafi með stórfelldri vanræslu orðið valdur að því að bátinn steytti á skerinu. Afleiðingarnar voru þær að Friðrik Ásgeir Hermannsson hlaut áverka við strandið sem hann lést af. Jónasi er einnig gert að hafa ekki gert nægilegar ráðstafnanir til að bjarga farþegum eftir að báturinn losnaði af skerinu. Hann hafi ekki valið stystu leið að landi en á landleiðinni hvolfdi bátnum með þeim afleiðingum að Matthildur Harðardóttir, unnusta Friðriks drukknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×