Vonar að ekki komi til verkfalls 4. mars 2006 13:00 MYND/Valgarður Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gær að boða til verkfalls síðar í mánuðinum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ef samningar hafa ekki tekist þann 20. þessa mánaðar hefst tveggja daga verkfall og svo ótímabundið verkfall frá 27. mars. Vernharð Guðnason, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart. Hann hafi fundið fyrir algjörri eindrægni í hópi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og menn standi saman um að bæta kjör þeirra í þetta skipti.Samninganefnd Landssambandsins og launanefnd sveitarfélaga sátu á maraþonfundi hjá ríkissáttasemjara sem lauk klukkan fimm í morgun en hann hófst klukkan eitt í gær. Þýðir þetta að það sé að þokast í samkomulagsátt í deilunni? Vernharð segir erfitt að tjá sig um viðræðurnar á meðan þær séu enn þá í gangi en fundartíminn gefi ákveðnar vísbendingar. Samninganefndirnar hittist aftur í dag klukkan 13 og hann voni að málin gangi upp.Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn voru svartsýnir á sættir fyrir um viku en aðspurður hvort hann sé bjartsýnni nú að samkomulag náist áður en verkfall skellur á segir Vernharð að hann hafi alltaf vonað og voni enn að það reyni ekki á verkfall. Samningar séu hins vegar ekki samningar fyrr en búið sá að skrifa undir og því verði menn að gæta stillingar fram að því. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vonar að ekki komi til verkfalls hjá stéttinni síðar í mánuðinum. Deiluaðilar sátu á maraþonfundi í gær og nótt sem gefur ákveðnar vonir um að sátt náist í deilunni á næstunni. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gær að boða til verkfalls síðar í mánuðinum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ef samningar hafa ekki tekist þann 20. þessa mánaðar hefst tveggja daga verkfall og svo ótímabundið verkfall frá 27. mars. Vernharð Guðnason, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir niðurstöðuna ekki hafa komið á óvart. Hann hafi fundið fyrir algjörri eindrægni í hópi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og menn standi saman um að bæta kjör þeirra í þetta skipti.Samninganefnd Landssambandsins og launanefnd sveitarfélaga sátu á maraþonfundi hjá ríkissáttasemjara sem lauk klukkan fimm í morgun en hann hófst klukkan eitt í gær. Þýðir þetta að það sé að þokast í samkomulagsátt í deilunni? Vernharð segir erfitt að tjá sig um viðræðurnar á meðan þær séu enn þá í gangi en fundartíminn gefi ákveðnar vísbendingar. Samninganefndirnar hittist aftur í dag klukkan 13 og hann voni að málin gangi upp.Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn voru svartsýnir á sættir fyrir um viku en aðspurður hvort hann sé bjartsýnni nú að samkomulag náist áður en verkfall skellur á segir Vernharð að hann hafi alltaf vonað og voni enn að það reyni ekki á verkfall. Samningar séu hins vegar ekki samningar fyrr en búið sá að skrifa undir og því verði menn að gæta stillingar fram að því.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira