Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú fyrir stundu. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í gærkvöldi heimild til boðun verkfalls um allt land. Einhverjar truflanir urðu á starfsemi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna í morgun vegna deilunnar. Ef af verkfalli verður hefst það væntanlega sextánda eða sautjánda mars.
Sáttafundi lauk án árangurs
