Stunduðu njósnir áratugum saman 22. september 2006 18:46 Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira