Stunduðu njósnir áratugum saman 22. september 2006 18:46 Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa njósnað áratugum saman um íslenska borgara og útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Sérstök strangleynileg öryggisþjónustudeild var stofnuð árið 1950 en jafnframt var Útlendingaeftirlitið notað að hluta sem yfirvarp fyrir njósnastarfsemi stjórnvalda. Þór Whitehead sagnfræðingur, sem rannsakað hefur starfsemina, telur hana enn í gangi. Grein Þórs birtist í tímaritinu Þjóðmálum. Upplýsingar sínar byggir hann bæði á skriflegum og munnlegum heimildum, meðal annars frá mönnum sem komu nærri starfseminni. Harðvítug pólitísk átök innanlands sem og aðdragandi heimstyrjaldarinnar síðari virðast vera þær þættir sem leiddu til þess að íslensk stjórnvöld ákváðu að koma á fót vísi að leyniþjónustu en það var árið 1939 sem Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra fól Agnari Kofoed-Hansen lögreglustjóra að koma upp "eftirgrennslanakerfi". Árið 1947 verður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og hann tekur þá yfirmaður starfsseminnar og byggir hana áfram upp. 1948 beitir Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra sér fyrir því að Árni Sigurjónsson er ráðinn til Útlendingaeftirlitsins "til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum", eins og Þór orðar það, en Árni var þar með fyrsti formlegi íslenski njósnarinn. Árið 1950 lætur Bjarni Benediktsson stofna "strangleynilega öryggisþjónustudeild hjá lögreglustjóraembættinu í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið" og er Pétur Kristinsson ráðinn varðstjóri yfir öryggisþjónustunni. Pétri var fengin skrifstofa á 2. hæði í lögreglustöðinni í Pósthússtræti. Sú skrifstofa fylltist brátt af skjalaskápum, segir Þór. Einnig var komið upp tengingu við símstöðina við Austurvöll til að hægt væri að hlera þar síma, með því að samstarfsmenn lögreglunnar hjá símanum tengdu þræði sína við bæjarkerfið. Fram kemur í grein Þórs að Árni Sigurjónsson hlaut þjálfun hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem einnig gaf Íslendingum tæki til njósna, og raunar allt til loka kalda stríðsins. Árið 1961 tekur Bogi Jóhann Bjarnason við starfi Péturs Kristinssonar og árið 1972 flytur lögreglan á Hverfisgötu. Þar fékk öryggisþjónustan sérstakt herbergi á 3. hæð, sem var sérstaklega styrkt og hljóðeinangrað. Aðeins 3 menn höfðu lyklavöld að lokaða herberginu. Ætla má að breyting hafi orðið á starfseminni með nýjum lögreglulögum árið 1997 en þá voru verkefni af þessu tagi falin Ríkislögreglustjóra. Þór Whitehead greinir að lokum frá því að Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri hafi árið 1976 látið brenna megnið af gömlu njósnaskjölunum í götóttri olíutunnu við sumarbústað í nágrennni Reykjavíkur.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira