Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir í Árnes-, Húnavatns- Borgarfjarðar og Mýrasýslum undirrituðu í gær aðgerðaráætlun fyrir Langjökul.
Tilgangur hennar er að gera allt leitar-og björgunarstarf markvissara með því að ákveða fyrirfram boðun björgunarsveita, ,stjórnun og leitarskipulag.
Samkomulagið er hið fyrsta sinnar tegundar en stefnt er að gerð viðlíka áætlana fyrir allt hálendið.
