Innlent

Vona að ekki verði af hvalveiðum

MYND/AP

Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki.

„Fáir Íslendingar borða hvalkjöt reglulega og markaðir fyrir þá afurð eru takmarkaðir, ef einhverjir. Fá vísindaleg rök styðja þá kenningu, að hvalir hafi veruleg áhrif á viðhald fiskistofna. Að auki hefur störfum innan ferðaþjónustannar sem tengjast hvalaskoðun aukist til muna. Á síðastliðnu ári hafa þúsundir ferðamanna komið til landsins (þar af 70.000 breskir ferðamenn) til að fara í hvalaskoðun og sjá hvali í þeirra náttúrulega umhverfi.

Bresk yfirvöld hvetja íslensku ríkisstjórnina til að hafa þessar staðreyndir í huga þegar ákvörðun um hvalveiðar verður tekin," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×