Tveimur sýningum að ljúka 10. nóvember 2006 11:08 MYND/Ari Sigvaldason Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi Ljósmyndir Ara Sigvaldasonar eru allar svarthvítar og sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Þær sýna lítil augnablik í lífi fólks á götum og opinberum stöðum borgarinnar, oft við skrítnar og skemmtilegar aðstæður. Ari skilur myndavélina sjaldan við sig og laumast til að taka myndir af fólki, helst þannig að enginn taki eftir. Þannig má segja að myndirnar séu teknar úr launsátri án þess þó að nokkur eigi að bera skaða af. Sýningin er sett upp í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Flóðhestar og framakonur er athyglisverð sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Sýningin samanstendur af skemmtilegri blöndu af gömlum munum og nýstárlegum fjöldaframleiddum gripum, en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýningarnar eru í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13 -16. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 12. nóvember. Aðgangur er ókeypis. Lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nú um helgina lýkur tveimur athyglisverðum sýningum í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Þetta eru, Reykjavík - Úr launsátri: Ljósmyndasýning Ara Sigvaldasonar og Flóðhestar og framakonur: Afrískir minjagripir á Íslandi Ljósmyndir Ara Sigvaldasonar eru allar svarthvítar og sýna mannlíf í Reykjavík sem fáir veita eftirtekt í daglegu amstri. Þær sýna lítil augnablik í lífi fólks á götum og opinberum stöðum borgarinnar, oft við skrítnar og skemmtilegar aðstæður. Ari skilur myndavélina sjaldan við sig og laumast til að taka myndir af fólki, helst þannig að enginn taki eftir. Þannig má segja að myndirnar séu teknar úr launsátri án þess þó að nokkur eigi að bera skaða af. Sýningin er sett upp í tilefni 220 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Flóðhestar og framakonur er athyglisverð sýning á afrískum minjagripum sem Ólöf Gerður Sigfúsdóttir mannfræðingur hefur safnað saman. Sýningin samanstendur af skemmtilegri blöndu af gömlum munum og nýstárlegum fjöldaframleiddum gripum, en saman mynda þeir heild sem gefur góða mynd af minjagripaúrvali í Afríku. Sýningarnar eru í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13 -16. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 12. nóvember. Aðgangur er ókeypis.
Lífið Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira