Pólitík réð því ekki að Byko fékk lóð í Garðabæ 8. mars 2006 12:15 Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Urriðaholt hafnar því með öllu að pólitísk áhrif hafi orðið til þess að Byko fékk lóð í Garðabæ, en ekki Bauhaus. Viðræður við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að ljóst var orðið að Ásdís Halla Bragadóttir myndi taka við forstjórastarfi hjá Byko. Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan buðu öll í lóðina í Garðabæ, en að lokum féll hún Byko í skaut. Stjórn Urriðaholts segir fráleitt að ákvarðanir um sölu lóðarinnar tengist á nokkurn hátt hagsmunum Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, sem nú er forstjóri Byko. Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus hélt því fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að augljóst samhengi væri á milli ráðningar Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar til Byko, og þess að Bauhaus hafi ekki fengið lóð í Garðabæ. Afstaða Urriðaholts, sem á lóðina sem um ræðir, hafi breyst á einni nóttu og allt í einu hafi allar kröfur breyst. Síðan hafi Byko fengið lóðina og samhengið sé augljóst. Í raun hefur fréttastofa heimildir fyrir því að fyrrverandi stjórn Húsasmiðjunnar hafi upplifað þetta á svipaðan hátt, það er að með ráðningu Ásdísar Höllu til Byko hafi afstaða Urriðaholts skyndilega breyst. Þessu hafnar stjórn Urriðaholts hins vegar með öllu og segir að viðræðurnar við Bauhaus hafi hafist mánuði eftir að vitað var að Ásdís Halla færi til Byko. Staðreyndin sé sú að viðræðurnar hafi byrjað ágætlega, en síðan þróast til verri vegar. Þar sé ekki síst við forsvarsmenn Bauhaus að sakast, því að þeir hafi breytt sínum skilyrðum fyrir samkomulaginu en ekki Urriðaholt, eins og þróunarstjóri Bauhaus hélt fram í gær. Þegar upp úr viðræðunum hafi slitnað, hafi Byko verið boðið að endurnýja tilboð sitt og það hafi ekkert haft með Ásdísi Höllu að gera. Fréttastofan hefur ekki náð tali af Ásdísi Höllu Bragadóttur forstjóra Byko.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira