Stofnun sem hlúir að menningararfinum 28. september 2006 00:00 Forstöðumaðurinn Vésteinn Ólason lauk mag. art. prófi í íslenskum fræðum frá heimspekideild Háskóla Íslands 1968 og varð doktor frá heimspekideild Háskóla Íslands 1983. Hann hefur verið prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands síðan 1991 eftir störf víða erlendis. Vésteinn er afkastamikill fræðimaður og auk nokkurra bóka liggur eftir hann mikill fjöldi greina í tímaritum bæði hér heima og erlendis. Vísir/anton Það er Íslendingum kannski ekki efst í huga frá degi til dags að hópur fræðimanna vinnur frá morgni til kvölds við að hlúa að menningararfi þjóðarinnar. Til þessa hefur mikilvægur hluti af því starfi farið fram innan fimm ólíkra en tengdra stofnana í íslenskum fræðum, sem nú hafa verið sameinaðar til nýrrar sóknar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ný háskólastofnun byggð á gömlum merg. Hún er samansett úr Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Íslenskri málstöð, Orðabók háskólans, Stofnun Sigurðar Nordal og Örnefnastofnun Íslands. Dr. Vésteinn Ólason er forstöðumaður hennar en hann hefur veitt Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi forstöðu frá árinu 1999 auk þess að vera afkastamikill fræðimaður á sínu sviði. Fjársjóðir íslenskrar þjóðarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sækir styrk sinn í þrjá ólíka fjársjóði, segir Vésteinn. „Í fyrsta lagi eru það söfnin; handritasafn, hljóðritasafn, orðasöfn og örnefnasafn. Þetta er ekki fjársjóður sem við eigum heldur höfum við hann til varðveislu, því að menningarverðmæti eru í raun eign mannkynsins alls sem við Íslendingar varðveitum." Í öðru lagi segir Vésteinn að starfsfólk stofnunarinnar sé fjársjóður í sjálfu sér, því þar liggur fjölbreytileg sérfræðiþekking og reynsla. Þar kemur saman mikil þekking á sviði sögu og menningarsögu, handritafræði, bókmenntasögu og á vissum tegundum málvísinda, einkanlega því sem tengist orðfræði, orðum og nöfnum, en í raun öllum þáttum málvísinda. Í þriðja lagi felst fjársjóðurinn í velvild og viðurkenningu íslensks samfélags og alþjóðasamfélagsins að mati Vésteins. „Þessi viðurkenning hefur náðst með starfinu í heild í tengslum við þau söfn sem við varðveitum, með útgáfum og kynningum hér og erlendis. Undir einu þakiSamþykkt hefur verið á alþingi að byggja yfir starfsemina en í dag er hún dreifð á fimm staði og af því er óhagræði. „Sumir spurðu þegar þessi vinna var í gangi hvort ekki væri betra að bíða og byggja fyrst hús yfir stofnunina. Það má vera að það hefði verið æskilegt en ég held þó að í því felist styrkur, þegar farið verður að hanna og byggja húsið, að frá upphafi komi til heildarsýn. Fyrst í stað verður samstarf okkar erfiðara en það gefur okkur kost á því að móta heildstæða hugmynd um nýtt hús með samstarfi okkar og annarra sem hlut eiga að máli." Eitt af mikilvægustu verkefnum nú í upphafi verður að efla samstarf við þá sem sinna íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. Kennslan þar og rannsóknir kennaranna er mikilvæg undirstaða undir öllu starfi á þessu sviði. Með sameiningunni vonast Vésteinn eftir því að rannsókna- og þjónustustustarf stofnunarinnar eflist og verði sýnilegra almenningi. Hann veit að það tekur tíma og þolinmæði þarf til að styrkja starfsemina. „Ég sé til dæmis fyrir mér að í nýrri byggingu verði betri sýningaraðstaða. Við höfum fallega sýningaraðstöðu í Þjóðmenningarhúsinu en við gerum ráð fyrir að í nýju húsi verði aðstaða fyrir varanlega sýningu en einnig breytilegar sýningar með möguleikum til fjölbreytni." Netið er næsta skrefVésteinn nefnir að efld kynning í gegnum netið verði meðal nýjunga á dagskrá nýrrar stofnunar. Eins og er hafa allar stofnanirnar sína heimasíðu sem veitir aðgang að stórum gagnasöfnum. „Með því að tengja þetta allt saman í eina gátt er ég viss um að við getum náð miklum árangri hér á Íslandi en líka erlendis með því að kynna efni okkar og starfsemi á þennan hátt", segir Vésteinn. „Við vonum að stofnunin geti aukið áhuga á íslenskri tungu og fræðum almennt. Menningarefni hvers konar á í sífellt meiri samkeppni og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að halda í horfinu. Við viljum að þessi gamli stofn sé í lifandi víxlverkun við það sem er nýtt og skapandi í menningunni og gjarnan undir erlendum áhrifum, því íslensk menning hefur alltaf þrifist í samspili erlendra áhrifa og innlends hugvits og hugmyndaflugs, og við viljum leggja okkar af mörkum til þess." Vésteinn vill minna þjóðina á að það er hún sem á þá fjársjóði sem stofnunin varðveitir og að hún hafi alltaf aðgang að þeim. „Stundum munum við kannski ekki nægilega vel eftir því að láta vita af okkur en við viljum að fólk viti að það er þjóðin sem á þessa stofnun." Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Það er Íslendingum kannski ekki efst í huga frá degi til dags að hópur fræðimanna vinnur frá morgni til kvölds við að hlúa að menningararfi þjóðarinnar. Til þessa hefur mikilvægur hluti af því starfi farið fram innan fimm ólíkra en tengdra stofnana í íslenskum fræðum, sem nú hafa verið sameinaðar til nýrrar sóknar. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er ný háskólastofnun byggð á gömlum merg. Hún er samansett úr Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Íslenskri málstöð, Orðabók háskólans, Stofnun Sigurðar Nordal og Örnefnastofnun Íslands. Dr. Vésteinn Ólason er forstöðumaður hennar en hann hefur veitt Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi forstöðu frá árinu 1999 auk þess að vera afkastamikill fræðimaður á sínu sviði. Fjársjóðir íslenskrar þjóðarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sækir styrk sinn í þrjá ólíka fjársjóði, segir Vésteinn. „Í fyrsta lagi eru það söfnin; handritasafn, hljóðritasafn, orðasöfn og örnefnasafn. Þetta er ekki fjársjóður sem við eigum heldur höfum við hann til varðveislu, því að menningarverðmæti eru í raun eign mannkynsins alls sem við Íslendingar varðveitum." Í öðru lagi segir Vésteinn að starfsfólk stofnunarinnar sé fjársjóður í sjálfu sér, því þar liggur fjölbreytileg sérfræðiþekking og reynsla. Þar kemur saman mikil þekking á sviði sögu og menningarsögu, handritafræði, bókmenntasögu og á vissum tegundum málvísinda, einkanlega því sem tengist orðfræði, orðum og nöfnum, en í raun öllum þáttum málvísinda. Í þriðja lagi felst fjársjóðurinn í velvild og viðurkenningu íslensks samfélags og alþjóðasamfélagsins að mati Vésteins. „Þessi viðurkenning hefur náðst með starfinu í heild í tengslum við þau söfn sem við varðveitum, með útgáfum og kynningum hér og erlendis. Undir einu þakiSamþykkt hefur verið á alþingi að byggja yfir starfsemina en í dag er hún dreifð á fimm staði og af því er óhagræði. „Sumir spurðu þegar þessi vinna var í gangi hvort ekki væri betra að bíða og byggja fyrst hús yfir stofnunina. Það má vera að það hefði verið æskilegt en ég held þó að í því felist styrkur, þegar farið verður að hanna og byggja húsið, að frá upphafi komi til heildarsýn. Fyrst í stað verður samstarf okkar erfiðara en það gefur okkur kost á því að móta heildstæða hugmynd um nýtt hús með samstarfi okkar og annarra sem hlut eiga að máli." Eitt af mikilvægustu verkefnum nú í upphafi verður að efla samstarf við þá sem sinna íslenskum fræðum í Háskóla Íslands. Kennslan þar og rannsóknir kennaranna er mikilvæg undirstaða undir öllu starfi á þessu sviði. Með sameiningunni vonast Vésteinn eftir því að rannsókna- og þjónustustustarf stofnunarinnar eflist og verði sýnilegra almenningi. Hann veit að það tekur tíma og þolinmæði þarf til að styrkja starfsemina. „Ég sé til dæmis fyrir mér að í nýrri byggingu verði betri sýningaraðstaða. Við höfum fallega sýningaraðstöðu í Þjóðmenningarhúsinu en við gerum ráð fyrir að í nýju húsi verði aðstaða fyrir varanlega sýningu en einnig breytilegar sýningar með möguleikum til fjölbreytni." Netið er næsta skrefVésteinn nefnir að efld kynning í gegnum netið verði meðal nýjunga á dagskrá nýrrar stofnunar. Eins og er hafa allar stofnanirnar sína heimasíðu sem veitir aðgang að stórum gagnasöfnum. „Með því að tengja þetta allt saman í eina gátt er ég viss um að við getum náð miklum árangri hér á Íslandi en líka erlendis með því að kynna efni okkar og starfsemi á þennan hátt", segir Vésteinn. „Við vonum að stofnunin geti aukið áhuga á íslenskri tungu og fræðum almennt. Menningarefni hvers konar á í sífellt meiri samkeppni og því þarf stöðugt að finna nýjar leiðir til að halda í horfinu. Við viljum að þessi gamli stofn sé í lifandi víxlverkun við það sem er nýtt og skapandi í menningunni og gjarnan undir erlendum áhrifum, því íslensk menning hefur alltaf þrifist í samspili erlendra áhrifa og innlends hugvits og hugmyndaflugs, og við viljum leggja okkar af mörkum til þess." Vésteinn vill minna þjóðina á að það er hún sem á þá fjársjóði sem stofnunin varðveitir og að hún hafi alltaf aðgang að þeim. „Stundum munum við kannski ekki nægilega vel eftir því að láta vita af okkur en við viljum að fólk viti að það er þjóðin sem á þessa stofnun."
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira