Grunaður um að hafa aftur nauðgað 7. desember 2006 18:30 Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Maðurinn, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til tuttugasta desember næstkomandi en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað konu sem hann hefur átt í sambandi við. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík þar sem hann hélt henni fanginni. Samkvæmt heimildum fréttastofnu gekk maðurinn illilega í skrokk á konunni og nauðgaði henni oftar en einu sinni. Hún leitaði til neyðarmóttöku nauðgana og hefur kært. Þann ellefta október var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegar árásir á tvær konur og nauðgaði hann annari þeirra í þrígang. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og bíður þess að þar falli dómur. Maðurinn réðst með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sína í þrígang í fyrrasumar. Í eitt skiptið hélt hann kodda fyrir andliti hennar þannig að hún átti erfitt með andadrátt. Hina konuna réðst hann á í febrúar á heimili sínu. Hann hélt henni fanginni í íbúðinni í marga klukkutíma þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi og nauðgaði henni þrisvar. Að lokum náði konan að koma beiðni um hjálp til vina sinna í gengum sms skilaboð. Þegar lögreglumenn kom á staðinn náði konan að gefa þeim bendingar út um glugga en maðurinn ansaði ekki þegar dyrabjöllunni var hringt. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Segir í dómi hérðasdóms að brot mannsins gagnvart konunum séu sérlega hrottafengin og að hann hafi farið fram gegn þeim í krafti líkamsburða sinna. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunum samtals 2 milljónir króna í miskabætur. Ef dómur verður ekki fallinn í Hæstarétti þegar gæsluvarðhald yfir manninum rennur út má telja líklegt að lögregla krefjist áframhaldandi varðhalds. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Maðurinn, sem er fimmtíu og fimm ára gamall, var úrskurðaður í gæsluvarðhald til tuttugasta desember næstkomandi en hann er grunaður um að hafa frelsissvipt og nauðgað konu sem hann hefur átt í sambandi við. Verknaðinn framdi hann á heimili konunnar í Reykjavík þar sem hann hélt henni fanginni. Samkvæmt heimildum fréttastofnu gekk maðurinn illilega í skrokk á konunni og nauðgaði henni oftar en einu sinni. Hún leitaði til neyðarmóttöku nauðgana og hefur kært. Þann ellefta október var maðurinn dæmdur í fimm ára fangelsi í Hérðasdómi Reykjavíkur fyrir hrottalegar árásir á tvær konur og nauðgaði hann annari þeirra í þrígang. Hann áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og bíður þess að þar falli dómur. Maðurinn réðst með ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sína í þrígang í fyrrasumar. Í eitt skiptið hélt hann kodda fyrir andliti hennar þannig að hún átti erfitt með andadrátt. Hina konuna réðst hann á í febrúar á heimili sínu. Hann hélt henni fanginni í íbúðinni í marga klukkutíma þar sem hann beitti hana miklu ofbeldi og nauðgaði henni þrisvar. Að lokum náði konan að koma beiðni um hjálp til vina sinna í gengum sms skilaboð. Þegar lögreglumenn kom á staðinn náði konan að gefa þeim bendingar út um glugga en maðurinn ansaði ekki þegar dyrabjöllunni var hringt. Blóð var víða í íbúðinni og greinilegt að átök höfðu átt sér stað. Segir í dómi hérðasdóms að brot mannsins gagnvart konunum séu sérlega hrottafengin og að hann hafi farið fram gegn þeim í krafti líkamsburða sinna. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða konunum samtals 2 milljónir króna í miskabætur. Ef dómur verður ekki fallinn í Hæstarétti þegar gæsluvarðhald yfir manninum rennur út má telja líklegt að lögregla krefjist áframhaldandi varðhalds.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira