Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús eftir harðan árekstur á Akranesi síðdegis. Tveir bílar lentu saman á gatnamótum Vesturgötu og Akurgerðis og skall annar bíllinn á kyrrstæðum bíl.
Meiðsl ökumannsins sem var fluttur á sjúkrahús voru ekki alvarleg. Hinn ökumaðurinn slapp ómeiddur og sömu sögur er að segja af þremur farþegum. Að sögn lögreglu má þakka bílbeltanotkun að ekki urðu meiri meiðsl á fólki.
Báðir bílarnir sem voru á ferð skemmdust mikið og voru fluttir á brott.