Starfsmenn RÚV óttast réttindamissi 15. nóvember 2006 06:45 Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“ Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Starfsmenn Ríkisútvarpsins óttast réttindamissi verði frumvarp um að gera Ríkisútvarpið að opinberu hlutafélagi að lögum óbreytt. Starfsmenn hafa lengi reynt að fá svör við því hvernig réttindi þeirra verða tryggð, án þess að fá svör. Starfsmenn segjast vera í algjörri óvissu um réttindamál sín og telja það illa meðferð að fá ekki svör við því hvað fram undan sé. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem trúnaðarmenn starfsmanna sendu Páli Magnússyni útvarpsstjóra í gær. G. Pétur Matthíasson, fréttamaður og trúnaðarmaður starfsmanna RÚV, segir að starfsmenn séu að átta sig á að fram undan séu miklar breytingar. „Fólk sér líka að engin skýr tilmæli eru um það í frumvarpinu hvað tekur við. Það er algjörlega óljóst. Mér finnst að menn eigi að koma hreint fram við starfsmenn sem þeir ætla að ráða hér til starfa á ný.“ Í bréfinu segir að láglaunastefna RÚV hafi gjarnan verið réttlætt með því að opinberir starfsmenn njóti betri réttinda en starfsmenn á almennum markaði og að nú líti út fyrir að þessi réttindi falli niður án bóta eða tryggingar að réttindin haldi sér. Páll Magnússon útvarpsstjóri segist ekki hafa umboð til að gefa yfirlýsingar um réttindamál starfsmanna fyrir félag sem ekki hefur verið stofnað og segir starfs-anda fyrirtækisins góðan. „En ég skil að fólk velti fyrir sér þessum breytingum. Það er eðlilegt að fólk sé uggandi um sinn hag en ég er sannfærður um að þetta verður leyst á farsælan hátt. Fólk ætti ekki að óttast þessar breytingar heldur frekar fagna þeim tækifærum sem í þeim kunna að felast.“ Spurð um réttindamál starfsmanna Ríkisútvarpsins segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að málið sé til meðferðar hjá menntamálanefnd sem muni fara yfir réttindamál starfsmanna. „Málið mun fá sinn eðlilega framgang en ætlunin er að sjálfsögðu að réttindi starfsmanna Ríkisútvarpsins haldist.“
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira