FL Group selur allan hlut sinn í Icelandair 8. október 2006 03:30 FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
FL Group mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vera tilbúið að selja allan hlut sinn í félaginu eftir að ljóst varð að áhugi fjárfesta reyndist meiri en ráð hafði verið fyrir gert þegar tilkynnt var um sölu 51 prósents hlutar á þriðjudag. Fyrrverandi eigendur Vátryggingafélags Íslands munu mynda nýja kjölfestu í félaginu og eiga ríflega þriðjungshlut. Í þessum hópi eru Hesteyri, undir forystu Þórólfs Gíslasonar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, auk félaga sem áður tengdust Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Aðrir sem koma þar við sögu eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi forstjóri VÍS, og Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands. Aðrir sem nefndir eru sem stórir hluthafar eru eigendur Olíufélagsins Essó, en í þeim hópi eru fyrrverandi stjórnarmaður flugfélagsins, Benedikt Sveinsson, og aðilar tengdir honum. Ómar Benediktsson, fyrrverandi forstjóri Íslandsflugs og flugfélagsins Atlanta, er einnig nefndur til sögunnar. Talið er að þessir aðilar muni kaupa um tíu prósent hvor hópur. Hópur annarra fjárfesta mun kaupa það sem á vantar, en gert er ráð fyrir að starfsmenn og almenningur muni kaupa um 15 prósent hlutafjár. Væntanlegir kaupendur eru einhuga um stjórnendur og stefnu Icelandair og því ekki búist við miklum breytingum á félaginu Glitnir sölutryggði 51 prósents hlut í félaginu og hafði þá þegar tryggt nægjanlegan áhuga fjárfesta á þeim hlut. Ljóst er nú að fullur áhugi er meðal fjárfesta að kaupa meira og er stefnt að því að ljúka sölu á öllum hlutum FL Group í Icelandair fyrir vikulok. Unnið er að áreiðanleikakönnun félagsins og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrir vikulok. Heildarvirði félagsins er 43 milljarðar króna og hlutafé er metið á 33 milljarða króna. Forsvarsmenn FL Group hafa að undanförnu lýst því yfir að félagið hafi verið tilbúið að selja allt félagið eða eiga kjölfestuhlut áfram. Ljóst hefur verið að hugur FL Group hneigist í þá átt að draga úr eign í flugrekstri og því vilji til þess að mæta þeim áhuga sem reyndist vera á félaginu. Bókfærður hagnaður FL Group vegna sölunnar er um 26 milljarðar króna.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira